Um félagið

Íslensk fjallagrös hf.  –  nýsköpun á gömlum grunni

 

Hjá Íslenskum fjallagrösum hf. og dótturfélaginu Náttúrusmiðjunni ehf. starfa þrír starfsmenn í fullu starfi auk þess sem félagið er í samstarfi við fjölda aðila annars vegar varðandi söfnun á hráefni og hins vegar við framleiðslu úr hráefnum.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Berg Viktorsson.

Katrín Amni Friðriksdóttir er framkvæmdastjóri dótturfélagsins Náttúrusmiðjan og ábyrg fyrir sölu og markaðsmálum Íslenskra fjallagrasa.

Hera Garðarsdóttir annast bókhald og fjármál félagsins.

Stjórn félagsins skipa:

Baldur Guðlaugsson, stjórnarformaður

Jakob K. Kristjánsson og

Ágúst Sindri Karlsson.

Saga félagsins

Fyrirtækið Íslensk fjallagrös var stofnað árið 1993. Stofnendur félagsins voru Íslenska heilsufélagið, Iðntæknistofnun Íslands, Invest, Blönduósbær, Svínavatnshreppur, Samvinnusjóður Íslands, Sölufélag A-Húnvetninga, Torfalækjahreppur og Vindhælishreppur.

Árið 1997 keypti síðan Fiskafurðir–Lýsisfélag hf.  nýtt hlutafé í fyrirtækinu og eignaðist  um 15% í því. Fiskafurðir–Lýsisfélag hf. yfirtók síðan reksturinn tímabundið með samningi við aðra hluthafa og gilti sá samningur fram til ársins 2000 þegar Líf hf. keypti öll hlutabréf félagsins og rak það sem sjálfstæða einingu undir dótturfélaginu Heilsuverslun Íslands ehf. Árið 2001 keypti Prokaria ehf. helmingshlut í félaginu og var það rekið í sameign félaganna til ársins 2006. Þá keypti Prokaria ehf. (nú Arkea ehf.) allt félagið. Helstu eigendur félagsins nú eru Baldur Guðlaugsson með um 34% hlut, félagið GBV 17 ehf. í eigu Gunnars Bergs Viktorssonar, framkvæmdastjóra félagsins með 33% hlut.

Hugmyndin með stofnun Íslenskra Fjallagrasa hf. var að nýta íslenskt hráefni, fjallagrös, sem á þeim tíma höfðu verið flutt úr landi óunnin. Fyrirtækið byggir enn á þessari sögu en hefur einnig fært framleiðsluna yfir á aðrar afurðir úr íslenskri náttúru. Í sögu fyrirtækisins liggur mikið hugvit, vinna og fjármagn. Styrkleikar fyrirtækisins felast einkum í hráefninu, eiginleikum þess og gæðum ásamt hreinleika íslenskrar náttúru, þaðan sem hráefnið kemur.

Fyrirtækið hefur að markmiði að nýta íslenskar náttúruauðlindir og tengja þær við sögu og hefðir íslensku þjóðarinnar. Vörur Íslenskra fjallagrasa eru heilsu- og fæðubótarvörur sem byggja á aldagamalli trú manna, styrktri af vísindarannsóknum, á áhrifamátt fjallagrasa og annarra íslenskra náttúruafurða.  Heilsuvörur fyrirtækisins höfða einkum til þess vaxandi hóps fólks sem hugsar á fyrirbyggjandi hátt um heilsu.

EFST Á SÍÐU