Turmerik

Turmerik (Curcuma longa) er krydd- og lækningajurt sem mikið hefur verið rannsökuð. Turmerik hefur í aldanna rás verið bæði notað sem krydd í mat, meðal annars í indverskri matargerð, en jurtin hefur einnig verið notuð sem náttúrulyf.  Jurtin hefur vakið athygli vísindamanna fyrir fjölþætt heilsubætandi áhrif á líkamann enda hafa vísindarannsóknir staðfest fjölbreyttan lækningarmátt hennar. Turmerik inniheldur virka efnið curcumin sem hefur sterk bólgueyðandi og andoxandi áhrif.  Turmerik eykur flæði meltingarvökva og þykir gott við lifrarbólgu, gulu, gallsteinum, uppþembu og vindgangi og til að lækka bæði blóðfitu og blóðsykur. Það er bólgueyðandi og þykir ákaflega gott gegn gigtar- og húðsjúkdómum ásamt því að örva blóðflæði og hafa góð áhrif á sár. 

EFST Á SÍÐU