Upplýsingar

Íslensk fjallagrös hf. hafa um árabil unnið afurðir úr íslenskum fjallagrösum. Tilgangurinn með því er að framleiða heilsuvörur þar sem byggt er á aldagömlum alþýðuvísindum um hollustu og lækningarmátt jurtanna, sem og nútímavísindarannsóknum.

Fyrirtækið hefur leitað til bænda og landeigenda um kaup á grösum og öðrum náttúruvörum. Til að vernda grasahagana og forðast oftínslu leggur fyrirtækið áherslu á að eftirfarandi atriði verði höfð í huga við tínsluna:

  • Að ekki sé tínt á sama svæði ár eftir ár.
  • Að u.þ.b. 30-50% plöntunnar séu skilin eftir í haganum. Rannsóknir benda til að ef u.þ.b. 50% fléttunnar eru skilin eftir geti endurnýjunartíminn farið niður í 3-5 ár.
  • Að varast óþarfa traðk á meðan á tínslu stendur því þurr fjallagrös eru mjög stökk og brothætt.

Íslensk fjallagrös hf. hafa nú hafið vinnslu á öðrum vörum úr íslenskri náttúru undir vörumerkinu Natura Islandica, sem vísar til óspilltrar náttúru Íslands.  

Í sumum tilvikum er íslenskum náttúrujurtun blandað við erlendar jurtir með þekkta virkni til að ná sem bestum árangri.  

EFST Á SÍÐU