Náttúruleg bætiefni

Íslensk framleiðsla

Kraftur & virkni

Hreinleiki íslenskrar náttúru

Flóra

100% íslensk fjallagrös

Íslensk fjallagrös hf - nýsköpun á gömlum grunni

Heim

Íslensk fjallagrös hf. voru stofnuð árið 1993, hafa starfað samfellt síðan og sérhæft sig í framleiðslu á heilsuvörum og fæðubótarefnum úr íslenskum hráefnum.

Markmið fyrirtækisins er að framleiða hágæðavöru og færa hana í neytendavænt form sem hentar nútímafólki.  Framleiðslan byggir á hefðbundinni notkun fjallagrasa auk annarra afurða úr íslenskri náttúru.

Rauður þráður í vöruþróun Íslenskra fjallagrasa hf. er að byggja á þeim lífeðlisfræðilegu áhrifum íslenskra náttúruafurða sem sýnt hefur verið fram á í niðurstöðum vísindarannsókna. Fyrirtækið er meðal annars með framleiðslu á vörum úr fjallagrösum, íslenskum krækiberjum og íslenskum aðalbláberjum. Félagið hefur einnig framleitt áfengi sem byggir á einstæðum eiginleikum íslenskra fjallagrasa, auk þess sem frekari vöruþróun hefur átt sér stað.

 Vörur fyrirtækisins eru seldar í lyfja- og heilsuvörubúðum, heilsuhornum stórmarkaða og í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og öðrum fríhöfnum landsins, auk verslana ÁTVR. Einnig er hægt að kaupa vörur okkur á netinu í gegnum samstarfsaðila eða með því að hafa beint samband.

Samstarfsaðilar Íslenskra fjallagrasa um dreifingu er Parlogis hf.

Kynntu þér málið nánar

Áfengir drykkir

Áfengir drykkir

Íslensk fjallagrös

Íslensk fjallagrös

Einkunnarorð Íslenskra fjallagrasa eru: Nýsköpun á gömlum grunni
EFST Á SÍÐU